FIBA hefur nú tekið saman helstu spennustundirnar á Heimsmeistaramótinu í Tyrklandi og má nálgast helstu myndbrotin hér í frétt á heimasíðu FIBA.
Flestum ætti að vera í fersku minni þegar Tyrkir komust áfram á kostnað Serba og þegar Brasilíumenn komust næst því allra þjóða að leggja Bandaríkjamenn en þeir brenndu af flautuskoti sem hefði tryggt liðinu framlengingu.