Njarðvíkurkonur hafa fengið liðsstyrk að utan en lettneski leikmaðurinn Dita Liepkalne frá Lettalandi mun klæðast grænu þetta tímabilið. Liepkalne er nýútskrifuð frá Hawaai háskólanum í Bandaríkjunum og var einnig í námi þar í landi í miðskóla. 
Með háskólaliði Hawaai skilaði Liepkalne stöðu framherja sem hún mun nánast örugglega gera hjá Njarðvíkingum ef ekki beint undir körfuna í miðherjastöðuna.
 
Liepkalne er lettneskur landsliðsmaður sem á leiki að baki með U 16, 18 og 20 ára liðum landsins.
 
Mynd/ Dita Liepkalne