Breiðablik og Hamar mættust í æfingaleik í meistaraflokki karla á mánudagskvöld í Smáranum þar sem heimamenn höfðu betur 64-57. Jafnt var á flestum tölum í leiknum, 12-12 eftir 1. leikhluta og 24-26 fyrir Hamar í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Blikar að síga fram úr og vinna leikinn 64-57. 
Steinar Arason var stigahæstur í liði Blika með 20 stig en hjá Hamri var Svavar Páll Pálsson með 14 stig.