Tveimur af þremur leikjum dagsins á Heimsmeistaramótinu í Tyrklandi er nú lokið. Dagurinn hófst á viðureign Rússa og Slóvena þar sem leikið var um 7. sætið í keppninni. Rússar höfðu sigur í leiknum 83-78 og eru því í 7. sæti mótsins en Slóvenar í því áttunda. 
Bandaríkjamenn mættu Litháum í fyrri undanúrslitaleiknum en nú stendur yfir leikur Serba og Tyrkja. Lokatölur í viðureign Bandaríkjanna og Litháen var 89-74 Bandaríkjamönnum í vil en Bandaríkjamenn byrjuðu vel og leiddu 23-12 eftir fyrsta leikhluta og héldu forystunni allt frá upphafi til enda. Kevin Durant fór hamförum í liði Bandaríkjanna með 38 stig en hjá Litháum var Robertas Javtokas stigahæstur með 15 stig.
 
Þegar þetta er ritað er staðan 18-15 fyrir Serba gegn Tyrkjum þegar rétt rúm mínúta er liðin af fyrsta leikhluta en sigurvegari í þessum leik mætir Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum um Heimsmeistaratitilinn á morgun.
 
Ljósmynd/ www.fiba.comBandaríkjamenn voru kátir með sigurinn á Litháum í dag.