Átta liða úrslitin á HM klárast í dag með tveimur stórleikjum. Bandaríkjamenn mæta Rússum og Litháar fá það verðuga verkefni að mæta Argentínu.
Fyrri leikur dagsins er leikur Bandaríkjanna og Rússa og hefst hann kl. 15.00 að íslenskum tíma.
 
Kl. 18.00 að íslenskum tíma hefst viðureign Litháens og Argentínu.
 
Hægt er að nálgast leikina á vef FibaTV.
 
Ljósmynd/ Litháar mæta Argentínu í dag í stórleik.
 
emil@karfan.is