Spánn og Argentína mættust í hádeginu í slag um 5. sætið á Heimsmeistaramótinu í körfuknattleik. Það voru Argentínumenn sem höfðu betur 86-81 og tryggðu sér 5. sætið. 
Rudy Fernadez var stigahæstur í tapliði Spánar með 31 stig en hjá Argentínu var Carlos Delfino leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni stigahæstur með 27 stig. Argentínumaðurinn Luis Scola kveður því HM sem stigahæsti leikmaður mótsins með 27,1 stig að meðaltali í leik.
 
Nú á slaginu 16:00 hefst bronsleikur Serba og Litháa og að honum loknum eða kl. 18:30 mætast Bandaríkin og Tyrkland í sjálfum úrslitaleiknum.
 
Ljósmynd/ Carlos Delfino leikmaður Argentínu fagnaði 5. sætinu vel og innilega.