Karla- og kvennalið Snæfells hafa bætt við sig leikmönnum. Ryan Anthony Amorso er kominn til liðs við karlaliðið og Jamie Marie Braun í kvennaliðið. Frá þessu er greint á heimasíðu Snæfells, www.snaefell.is 
,,Ryan Anthony Amoroso er fæddur 1985 í Minneapolis Bandaríkjunum og er með ítalskt vegabréf, leikmaðurinn er um 206cm á hæð og mun spila undir körfunni fyrir Snæfell. Ryan spilaði í ítölsku 2. deildinni í fyrra með Andrea Costa Aget Imola en hann spilaði með San Diego háskólanum áður en hann fór til Ítalíu,“ segir á heimasíðu Hólmara.
 
Jamie Marie Braun kemur til með að leika stöðu bakvarðar og er 175cm á hæð. Jamie kemur frá Indiana Bandaríkjunum og spilaði með Indiana háskólanum við góðan orðstír.
 
Ljósmynd/ Inga, Ryan og Jamie hafa öll gengið í raðir Hólmara þetta sumarið.