Áttundu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld þar sem það bar helst til tíðinda að Stjarnan færði Njarðvíkingum sinn fyrsta ósigur. Lokatölur í Ásgarði voru 82-75 Stjörnunni í vil eftir spennandi lokasprett.
KR hafði 113-85 sigur á Breiðablik í Kópavogi og Snæfell lagði Tindastól í Stykkishólmi 90-79.
 
Nánar síðar…