Nýliðar Njarðvíkur áttu ekki í vandræðum með Snæfell er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í fyrsta leik níundu umferðar í Icleand Express deild kvenna. Lokatölur leiksins voru 74-52 Njarðvíkingum í vil.
Shantrell Moss fór mikinn í liði Njarðvíkinga með 30 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Ólöf Helga Pálsdóttir kom Moss næst með 15 stig og 6 fráköst. Í liði Hólmara var Kirsten Green stigahæst með 29 stig og 7 fráköst. Með sigrinum náðu Njarðvíkingar að jafna Snæfell að stigum og settu Valskonur á botninn í bili en þær eiga leik til góða.

Í öllum leikjunum í 1. deild karla unnust útisigrar og eru því bæði Haukar og KFÍ jöfn af stigum á toppi deildarinnar. KFÍ á innbyrgðis viðureignina á Hauka og er því í 1. sæti.

 
Valur sigraði Þór frá Þorlákshöfn sem hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en með sigri Valsmanna lyfta þeir sér upp í 5. sæti og er deildin nú orðin nokkuð jöfn.
 
Haukar mættu Ármanni í Laugardalshöll og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Þegar síga fór á seinni hlutann náðu Haukar mjög góðu forskoti og voru yfir með 20 stigum í byrjun fjórða leikhluta. Ármenningar náðu aðeins að bíta frá sér undir lokinn en Haukar unnu á endanum 13 stiga sigur 68-81.
Hjá Haukum voru þeir Óskar Magnússon og Helgi Björn Einarsson atkvæðamestir með 17 stig hvor auk þess sem að Helgi tók 11 fráköst. Hjá Ármanni var John Davis með 17 stig og 15 fráköst
 
Á skaganum vann KFÍ góðan 10 stiga sigur á heimamönnum í ÍA, 73-83. Jafnræði var með liðunum mest megnis af leiknum en má segja að gestirnir hafi klárað þetta í 1. leikhluta. KFÍ vann 1. leikhluta með 13 stigum en 9 stig skildu liðin að í hálfleik.
Í liði KFÍ var Craig Schoen með 25 stig og 7 stoðsendingar en hjá Skagamönnum var Hörður Nikulásson með 27 stig og 5 fráköst.
 
Leikur Þórs og Vals var jafn frá fyrstu mínútu og munaði aldrei miklu á liðunum. Þórsarar náðu fínu starti og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta en Valsmenn minnkuðu muninn í tvö stig fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik sigu Valsmenn hægt og bítandi fram úr og unnu á endanum sex stiga sigur í Þorlákshöfn, 81-87.
Hjá Val var Byron Davis með 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en hjá Þór var Grétar Erlendsson maðurinn með 21 stig og 8 fráköst.