Skallagrímur varð í kvöld fyrsta liðið í vetur til þess að vinna lið KFÍ en leikið var á Ísafirði. Lokatölur leiksins voru 66-76 Borgnesingum í vil sem eru sjóðheitir í 1. deildinni og hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu fyrir Haukum í 1. umferð.
 
Haukar unnu Þór frá Akureyri á Ásvöllum 86-61 í bragðdaufum leik í 1. deild karla.
 
Einn leikur var í Iceland Express-deild kvenna í kvöld en topplið KR vann stóran sigur á Valskonum 73-43.
 
Staðan í 1. deild karla
 
Mynd: Silver Laku fór á kostum á Ísafirði í kvöld og var með 30 stig – stebbi@karfan.is