Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í kvöld. Sigurlið kvöldsins skoruðu öll yfir 100 stig. Keflavík vann ÍR 107-81 í Keflavík, Snæfell lagði FSu 107-74 í Hólminum og KR vann Fjölni í Grafarvogi 71-100.
 
Tveir leikir voru einnig í 1. deild karla en Þór Þorlákshöfn vann Hrunamenn 90-81 og leikur Ármanns og Þórs frá Akureyri er enn í gangi en þar leiða heimamenn.
Einnig var leikið í 2. deild karla sem og í 1. deild kvenna en þeir sem hafa úrslit þeirra leikja mega senda þau á karfan@karfan.is
 
Mynd: Semaj Inge og félagar í KR unnu góðan sigur á Fjölni í kvöld – karfan.is