Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar áttunda umferð deildarinnar fór af stað. Allstaðar var að finna heimasigra og vann Keflavík sinn sjöunda deildarleik í röð er þeir höfðu betur í Suðurnesjaslagnum gegn Grindavík, 97-89. Leiknum lauk með tilþrifum þegar Sverrir Þór Sverrisson, sem fór á kostum í leiknum, setti niður flautukörfu frá miðju!
ÍR sótti tvö örugg stig á Selfoss er þeir höfðu betur gegn FSu 59-83 og Fjölnismenn unnu sinn annan deildarleik í röð er þeir höfðu betur gegn Hamri 87-79.
 
Nánar síðar…