Bjarni Árnason hefur ákveðið að snúa í heimahagana á ný og ganga til liðs við Þór frá Akureyri en frá þessu er greint á heimasíðu Eyjafjarðarliðsins.
 
Bjarni sem 23 ára gamall leikstjórnandi er uppalinn Þórsari en hann lék með Haukum í fyrra í 1. deildinni og nú vetur með Breiðablik í Iceland Express-deildinni.
Tilkoma Bjarna í Þór styrkir lið þeirra töluvert en Þórsliðinu hefur ekki gengið vel í vetur og sitja sem stendur í fallsæti í 1. deild karla með einn sigur í sjö leikjum.
 
Á heimasíðu Þórs segist Bjarni stefna á að leika næsta leik Þórsliðsins sem er gegn Hrunamönnum næstkomandi fimmtudag.
 
Mynd: thorsport.is