Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Röstinni í gærkvöldi og höfðu þar betu r85-70. Michele DeVault var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 26 stig og 11 fráköst en hjá Haukum gerði Heather Ezell 37 stig og tók 9 fráköst en þrátt fyrir þessi 37 stig hjá Ezell setti hún aðeins niður 3 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Þær Íris Sverrisdóttir og Petrúnella Skúladóttir áttu einnig góðan dag í liði Grindavíkur. Íris var með 22 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en Petrúnella gerði 21 stig, tók 7 fráköst og var með 3 stoðsendingar.
 
Í liði Hauka var Telma B. Fjalarsdóttir næst Ezell í stigaskorinu með 17 stig en hún tók líka 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
 
Grindvíkingar höfðu töglin og haldirnar á leiknum og leiddu 52-36 í hálfleik og sigldu svo inn í öruggan 15 stiga sigur, 95-80.
 
Tomasz Kolodziejski var með myndavélina í Röstinni í gær og smellti af myndum sem finna má í myndasafninu.