Grannaslagur var í C-riðli 2. deildar karla í kvöld þegar Árborg tók á móti Laugdælum í Iðu á Selfossi. Karfan.is leit við á leiknum og tók nokkrar myndir sem hægt er að nálgast í myndasafninu.
Lokatölur leiksins voru 40-79 Laugdælum í vil sem eru efstir og ósigraðir í C-riðli deildarinnar.