Tómas Heiðar Tómasson fann sig vel gegn Hamri í Iceland Express deild karla í gærkvöldi þar sem hann sallaði niður 22 stigum fyrir Fjölnismenn í 87-79 sigri á Hamri. Sigurinn var annar í röðinni hjá Fjölni sem á föstudag í síðustu viku lögðu FSu á Selfossi.
Þegar um tvær mínútur voru til leiksloka í Grafarvogi í gær þá leiddu Fjölnismenn 79-78 og voru svo mun grimmari á loksprettinum þar sem þeir gerðu 8 stig gegn 1 frá Hamri.
 
Christopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með 26 stig, 13 fráköst og 6 varin skot en Tómas Heiðar var honum næstur með 22 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Hamars var Marvin Valdimarsson með 32 stig og 4 fráköst en Marvin er næststigahæstur í deildinni með 24,4 stig að meðaltali í leik.
 
Tomazs Kolodziejski var með myndavélina á lofti í Grafarvogi í gær en hér er hægt að nálgast myndasafn frá leiknum.