Í gærkvöldi mættust Ármann og Haukar í Laugardalshöllinni í 1. deild karla. Skemmst er frá því að segja að Haukar styrktu stöðu sína á toppnum með 68-81 útisigri. Í augnablikinu eru því KFÍ og Haukar saman á toppi deildarinnar, bæði lið með 14 stig eftir 8 leiki.
Óskar Ingi Magnússon og Helgi Björn Einarsson voru stigahæstir í liði Hauka báðir með 17 stig. Helgi Björn var auk þess með 11 fráköst og 6 stoðsendingar. John Davis var stigahæstur í liði Ármanns með 17 stig og 15 fráköst.
 
Eins og fyrr greinir eru Haukar á toppi deildarinnar en Ármenningar sitja í 6. sæti deildarinnar með 6 stig.
 
 
Tomasz Kolodziejeski tók myndir á leiknum í gær sem finna má í myndasafni.