Hópbílamót Fjölnis fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi og í Rimaskóla um síðastliðna helgi og að vanda var margt um manninn. Mótið er fyrir yngstu körfuknattleiksiðkendur landsins og sáust margir skemmtilegir taktar um helgina.
Hópbílamótið er á meðal stærstu móta fyrir yngstu kynslóðina og er dagskráin jafnan spennandi með bíóferðum, frítt í sund, kvöldvaka og margt fleira skemmtilegt ásamt vitaskuld öllum körfuboltaleikjunum.