Phoenix Suns eru í miklu stuði í NBA deildinni og sigruðu Philadelphia 76ers í nótt. Þeir hafa nú unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum og eru efstir í Vesturdeildinni. Því áttu fæstir von á í upphafi leiktíðar, en Steve Nash, sem var með 20 stoðsendingar í nótt, og félagar hans hafa leikið prýðisvel bæði í vörn og sókn.
Þá unnu SA Spurs góðan sigur á Toronto í miklum spennu- og stigaleik, 131-124, þar sem „Leðurblökubaninn“ Manu Ginobili fór hreint á kostum og skoraði 36 stig af bekknum. Þessi sigur er vísast til kærkominn fyrir Spurs sem hafa verið ansi brokkgengir í upphafi leiktíðar og léku án Tony Parker sem meiddist lítillega í síðasta leik.
 
Fleiri voru að finna fjölina sína í nótt þar sem Golden State Warriors unnu stórsigur á öðru slöku liði, Minnesota,146-105. Golden State hefur verið í slæmum málum þar sem þetta var aðeins annar sigur liðsins í vetur, en margt virðist búa í hópnum því átta leikmenn skoruðu 10 stig eða meira í þessum leik.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Phoenix 119
Philadelphia 115
 
Utah 95
New York 93
 
Toronto 124
San Antonio 131
 
New Orleans 112
LA Clippers 84
 
Minnesota 105
Golden State 146

Tölfræði leikjanna