Fjórir leikir fara fram í 32 liða úrslitum Subwaybikars karla í kvöld og er stórleikur kvöldsins viðureign Njarðvíkur og Íslandsmeistara KR en liðin mætast í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þegar nýliðar Stjörnunnar taka á móti Fjölni kl. 20:00.
Í Subwaybikarnum í kvöld mætast líka ÍA og Ármann á Akranesi, Þór Akureyri færi Skallagrím í heimsókn og Laugdælir taka á móti Hetti að Laugarvatni. Allir leikir í Subwaybikarnum hefjast kl. 19:15.
Texti: nonni@karfan.is
Mynd/Hilmar Bragi – www.vf.is