Snæfell byrjuðu þónokkuð hressari en þeir enduðu síðasta leik. Snæfell byrjaði í stuði og voru að stela, troða og virtust ætla að koma inn með stemmingu. Fjölnismenn voru þó ekki á að láta slá sig út af laginu, komu til baka, slógu á ölduna og jöfnuðu 16-16. Leikurinn var þó strax orðinn hraður og skemmtilegur og tók Snæfell smá sprett undir lokin og leiddi eftir fyrsta hluta 31-23.
 
 
Snæfell hélt sínu í öðrum hluta og var að leiða með ca 10 stigum þar sem Sigurður Þorvaldsson var að svara kallinu og koma sterkur til baka en á meðan var Chris Smith að hald sínum mönnum á floti og var kominn með 18 stig undir miðjann annan fjórðung. Snæfell bætti í og komust í 16 stiga forystu og svo þegar Kristján Pétur og Sveinn Arnar settu sinn hvorn þristinn undir lokin voru Snæfellsmenn komnir í 62-40. En fyrrum leikmaður Snæfells og nú leikmaður Fjölnis, Magni Hafsteins setti eitt af vítalínunni og staðan var 62-41 í hálfleik.
 
Hjá Snæfelli var líf í tuskunum og var Hlynur kominn með 19 stig og 4 frák. Sigurður 17 stig og 7 frák. Jón Ólafur 12 stig og 7 frák. Hjá Fjölni var Chris Smith með 18 stig og Níels Dungal 8 stig.
 
Snæfell hreinlega yfirspilaði Fjölni í þriðja hluta og komust strax í 9-0 áhlaup. Snæfell var ekki í vandræðum með vörn sína og fékk Fjölnir ekki að sín fyrstu stig fyrr en eftir 4 mínútur. Sigurður átti góðann þrist sem kom Snæfelli í 31 stiga mun 72-41 og svo kom skyttan Hlynur með einn þrist í 74-44. Hlynur var kominn með 29 stig eftir þriðja hluta og Chris Smith 26 fyrir Fjölni en Snæfell leiddi 89-54 fyrir lokaátökin.
 
Snæfell komst svo í 40 stiga muninn þegar Sigurður setti tvö stig plús eitt víti og staðan varð 100-60. Fjölnir náði aldrei að komast í sinn leik nema kannski rétt fyrst í leiknum en eftir að Snæfell náði tökum á leiknum og sigu meir og meir fram úr þá var eins og ekkert gæti stöðvað þá. Það var greinilegt að ekkert vanmat var í gangi og Snæfellingar hefðu tekið til í hausnum á sér frá síðustu leikjum. Snæfell vann leikinn á frekar auðveldann hátt 110-79.
 
Hjá Snæfelli var heildin góð en Hlynur Bærings stóð fremstur með 32 stig og 17 fráköst. Sigurður með 27 stig og 8 frák. Sveinn Arnar 17 stig. Jón Ólafur 14 stig og 11 frák. Hjá Fjölni var Chris Smith með 33 stig og 13 frák. Garðar Sveinbjörns 11 stig og Tómas Tómason 10 stig.
 
 
Símon B Hjaltalín
 
Mynd: Eyþór Benediktsson