Snæfellingar fengu Tindastól í heimsókn yfir Laxárdalsheiðina og var mikill norðurlands vestra slagur. Snæfell byrjaði betur og komust í 6-0 og voru snarpari á fyrstu skrefunum. Tindastóll lagaði þó heldur betur til hjá sér og jöfnuðu 6-6 eftir að hafa sett fyrstu stig sín eftir 3 mín leik.
Axel Kára setti svo einn ískaldann af kantinum og kom Tindastól í 6-9 og leikurinn varð strax hraðari og harðari þar sem mikið var hlaupið en lítið skorað. Ekkert var skorað í 3 mín þegar staðan var 8-9 fyrir Tindastól en boltinn fór að ganga betur í netið á síðustu mínútu leiksins leiddu gestirnir 13-15 eftir fyrsta fjórðung.
 
Tindastóll var hressara liðið í byrjun annars hluta og voru að setja betri skot niður en skotnýting Snæfells var afleitt á meðan fráköstin voru betri. Gestirnir af Króknum voru að éta Snæfell á kafla og komust í 17-28 með 10-2 áhlaupi þegar Ingi Þór tók leikhlé fyrir Snæfell. Ekki gengu heimamenn frekar á gestina en þeir söxuðu aðeins á en Tindastóll hélt uppi vel stemmdum sóknarleik og áttu Snæfelingar í basli með hraðann. Tindastóll leiddi svo í hálfleik 32-43 í bráðskemmtilegum leik.
 
Í hálfleik hjá Snæfelli voru Hlynur og Pálmi 8 stig hvor en Hlynur var kominn með 8 fráköst einnig. Sean Burton var með 5 stoðs.
 
Hjá Tindasóll var Amani Bin Daanish hress kominn með 10 stig. Svavar Birgis og Helgi Rafn 9 stig og 4 fráköst hvor. Axel Kára með 6 fráköst og Michael Giovacchini með 7 stig.
 
Snæfellingar settu mikið púður í að elta og voru alltaf um 10 stigum á eftir og áttu erfitt með að taka fráköstin í vörninni. En eftir að hafa verið undir 39-51 kom 8-0 kafli hjá þeim með þristum frá Nonna og Pálma ásamt því að Hlynur lagði til góðann varnarleik og tvö stig. Barátta Tindastóls var aldrei vafi í leiknum og stukku þeir grimmir aftur í 9 stiga forystu 49-58. Leikurinn var alveg geysilega skemmtilegur fyrir augað og voru liðin að skiptast á að taka spretti í þriðja hluta en Snæfell komu með svaka 10-1 skell undir lok hlutans og jöfnuðu 59-59.
 
Hlynur kom Snæfelli yfir 66-64 og voru menn þar á bæ með betri varnarleik að sjá. Fjórði hluti var baráttumikill en Snæfell leiddi og voru Jón Ólafur, Pálmi og Hlynur að gera vel ásamt Sveini Arnari sem kom með góðann varnarleik af bekknum. Svavar, Daanish og Helgi voru að fleyta sínum mönnum í Tindastól. Gríðalega mikilvægar körfur frá Jóni Ólafi og Sean komu Snæfelli í 11 stiga mun 84-73 og Axel Kára fékk á sig óíþróttamannslega villu. Snæfelli héldu engin bönd undir lokin og kláruðu þeir alveg gríðalega erfiðann leik geng mjög vel stemmdum og sterkum Tindastólsmönnum 90-78.
 
Pálmi Freyr var gríðalega öflugur á sprettunum og setti 26 stig fyrir Snæfell, Jón Ólafur kom svo með 20 stig, 6 fráköst og setti niður stórar körfur í lokin. Hlynur var öflugur að vanda með 19 stig og 16 fráköst. Sean Burton var með 12 stig og 10 stoðs og átti góða spretti í lokin. Hjá Tindastóli voru margir að spila mjög vel og var þar fremstur Svavar Birgisson með 22 stig og 6 frák. Amani Daanish var erfiður framan af með 19 stig, 7 frák og Helgi Rafn einnig erfiður með 18 stig og 7 frák. Michael Giovacchini hvarf með tímanum en setti 10 stig. Ekki auðveldur heimasigur hjá Snæfelli en móralskur og gat farið hvernig sem var, en á endanum með skemmtilegri leikjum í Fjárhúsinu á þessari önn.
 
 
Texti: Símon B. Hjaltalín.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson