Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna þar sem topplið KR tók á móti botnliði Njarðvíkur og skellti gestum sínum 82-58 og því eru KR-ingar enn ósigraðir á toppnum með 16 stig eftir 8 umferðir.
Keflavík skellti Hamri 72-53 í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ og Grindavík lagði Íslandsmeistara Hauka 95-80 í Röstinni í Grindavík. Þá vann Snæfell Val 73-52 en Valskonur léku án Sakeru Young en samkvæmt heimildum Karfan.is hafa Valsmenn sagt upp samningnum við leikmanninn.
 
Nánar síðar…