TCU hafði betur gegn Kansas skólanum á Junkanoo Jam mótinu sem fram fór um helgina á Bahamaeyjum. Lokatölur leiksins voru 74-69 TCU í vil þar sem Helena Sverrisdóttir var í fyrsta sinn í vetur ekki í byrjunarliði TCU.
Helena lék í 22 mínútur í leiknum og gerði 6 stig, tók 3 fráköst og stal 3 boltum. TCU heldur nú heim á leið og á leik strax aftur 1. desember á heimavelli sínum í Fort Worth í Texas þegar Louisiana-Monroe skólinn kemur í heimsókn.