Íslensku FIBA dómararnir tveir, Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson hafa fengið verkefni á vegum FIBA Europe nú á næstu dögum og hefur Sigmundur leikinn í Belgíu í kvöld.
Leikur Sigmundar í kvöld er leikur Dexia Namur og Gran Canaria 2014 frá Spáni og er leikurinn í Eurocup kvenna. Meðdómari Sigmundar í Belgíu er Michael Glod frá Lúxemborg. Í næstu viku heldur Sigmundur svo til Frakklands og dæmir tvo leiki, þann 24. er það leikur BCM Gravelines og KK Buducnost frá Svartfjallalandi í Eurochallenge keppni karla. Daginn eftir dæmir Sigmundur svo leik ESB Lille Metropole og Mizo Pcs 2010 frá Ungverjalndi í Meistaradeild kvenna. Í Frakklandi dæmir Sigmundur með Ivo Dolinek frá Tékklandi og Haydn Jones frá Wales.
 
Björgvin Rúnarsson heldur svo til Hollands og dæmir leik Amsterdam og Krasnye Krylia frá Rússlandi en leikurinn er í Eurochallenge keppni karla. Meðdómarar hans verða Julien Chantal frá Frakklandi og Benjamin Barth frá Þýskalandi.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Hannes S. Jónsson