Það var í seinni hálfleik sem að Keflavíkurstúlkur mættu til leiks í kvöld í Toyotahöllinni og sigruðu lið Hamar í 8. umferð Iceland Express deildinni.  72-53 var lokastaða leiksins og muna Hamarsstúkur sinn fífil fegurri. 
 Leikurinn hófst á afar rólegum nótum. Bæði lið gerðust sek um mistök sem varla sjást hjá minnibolta krökkum (með fullri virðingu fyrir þeim)  Sendingar voru ýmist að enda út af vellinum og skot nýting liðanna var skelfileg.  Keflavík var t.a.m með 23% nýtingu skota sinna í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur með 33% nýtingu.  Hálfleiks tölur leiksins endurspegluðu þessa nýtingu liðanna því staðan var 22-26 gestunum í vil. 
 
Keflavíkurliðið skipti hinsvegar um ham í seinni hálfleik. Fljótlega komust þær yfir og í stöðunni 40-35 þá skora heimastúlkur 14 stig án þess að gestirnir ná að svara fyrir sig. Á þessum punkti var sjálfstraustið hjá heimastúlkum í botni á meðan Hamarsstúlkur gátu ekki keypt sér körfu jafnvel ef hagstæð kúlulán hefðu verið í boði.  Það var svo í fjórða leikhluta sem að heimastúlkur gerðu endalega út um leikinn og náðu gestirnir aðeins að setja niður 15 stig gegn 25 stigum heimastúlkna. 
 
Birna Valgarðsdóttir sem setti ekki stig í fyrri hálfleik steig svo sannarlega upp í þeim seinni og setti niður 15 stig.  Rannveig Randversdóttir átti skýnandi leik varnarmegin og stal mikilvægum boltum fyrir sitt lið á ögur stundum. En maður þessa leiks hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir sem skoraði 23 stig og hélt liði sínu á floti í fyrir hálfleik. 
 
Hjá Hamar var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í sérflokki með 19 stig. Koren Schram kom henni næst með 14 stig. Kristrún Sigurjónsdóttir átti ágætis spretti en stúlkan getur gert miklu betur en hún sýndi í kvöld. 
 
Viðtöl á Karfan TV.