Íslandsmeistarar KR heimsóttu Fjölni í Grafarvog í gærkvöldi þegar sjöttu umferð í Iceland Express deild karla lauk. Skemmst er frá því að segja að Íslandsmeistararnir unnu stórsigur 71-100 þar sem Semaj Inge gerði 30 stig í liði KR.
Tommy Johnson bætti við 18 stigum fyrir KR-inga en Christopher Smith var með 24 stig í liði Fjölnis. Að loknum sex umferðum deila Keflavík og KR með sér 2. sæti í deildinni en bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað einum. Fjölnismenn eru hinsvegar áfram á botninum án stiga eins og FSu sem lá í Stykkishólmi í gær.