Orlando Magic lagði Boston Celtica að velli í risaslag Austurdeildar NBA í nótt þar sem Vince Carter var í aðalhlutverki hjá Magic. Hann gerði 26 stig og var auk þess með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Hjá Boston var þrenningin Allen, Garnett og Pierce að skila sínu, en lítið kom frá öðrum leikmönnum liðsins.

Orlando komst með þessu upp fyrir Boston í töflunni, en efstir í Austrinu og raunar með besta vinningshlutfall í NBA eru Atlanta Hawks sem unnu Houston í nótt.

 
Þetta var sjöundi sigur Atlanta í röð, en Josh Smith tryggði þeim sigur með troðslu þegar hálf sekúnda var til leiksloka.
 
Meðal annarra úrslita í nótt má geta þess að Cleveland Cavaliers unnu Indiana Pacers, Toronto vann Miami og Denver mátti sætta sig við ósigur gegn LA Clippers.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Miami 113 Toronto 120
Cleveland 105 Indiana 95
Memphis 102 Philadelphia 97
Houston 103 Atlanta 105
Orlando 83 Boston 78
Washington 108 Oklahoma City 127
Charlotte 88 Milwaukee 95
Sacramento 102 Dallas 104
Portland 94 Golden State 108
Denver 99 LA Clippers 106