Nú fyrir stundu var tilkynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu að Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands ætlar að gefa kost á sér í kjöri um forseta FIBA Europe en kosið verður í maí á næsta ári.
 
 
 
 
Á fundinum sem var boðaður af KKÍ lýsti Katrín Jakobsdóttir mennta- og íþróttamálaráðherra yfir stuðningi við Ólaf í baráttunni og þá hefur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson veitt framboðinu stuðning.
 
Forseti FIBA Europe er Grikkinn George Vassilakopoulos en hann hefur verið það frá upphafi FIBA Europe. FIBA Europe var ekki komið á laggirnar fyrr en 2002 en áður hafði FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssmbandið sinnt málum allra í heiminum en 2002 var skipt í fimm álfusvæði.
 
Ólafur Rafnsson hefur setið í stjórn FIBA Europe frá 2002 og gegn mörgum trúnaðarstörfum í þess þágu. Síðast liðin fjögur ár hefur Ólafur verið varaforseti fjármálaráðs FIBA Europe og forseti áfrýjunardómstóls Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA) auk þess að sitja í ýmsum nefndum og vinnuhópum.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: Einar Falur Ingólfsson – Ólafur Rafnsson lengst til hægri númer 6, í baráttu við Axel Nikulásson