Denver Nuggets komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð þegar þeir unnu sigur á Chicago Bulls í miklum spennuleik í nótt. Chauncey Billups kom Nuggets yfir með vítaskoti og Bulls höfðu 0,3 sek eftir af leikklukkunni. Brad Miller hitti úr stökkskoti eftir innkast og Bulls fögnuðu innilega, en dómarar dæmdu körfuna ógilda eftir langan umþóttunartíma og vonbrigði Bulls leyndu sér ekki.

 
 
Á meðan unnu Dallas Mavericks stórsigur á Houston í grannaslag þar sem Dirk Nowitzki og Jason Terry fóru fyrir Mavs.
 
Loks má geta þess að Sacramento Kings komust upp í 50% vinningshlutfall með sigri á Oklahoma Thunder í nótt, en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kings ná því marki. Það er ekki síst að þakka nýliðanum Tyreke Evans sem hefur leikið eins og engill í upphafi leiktíðar. Hann var einmitt með 20 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst í nótt.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Orlando 93
Charlotte 81
 
Washington 76
Miami 90
 
Denver 90
Chicago 89
 
Portland 93
Memphis 79
 
Houston 103
Dallas 121
 
Oklahoma City 98
Sacramento 101
 
 
Mynd – Chauncey Billups og félagar geta kæst yfir að komast aftur á sigurbraut.