New Jersey Nets töpuðu í nótt enn einum leiknum, nú fyrir nágrönnum sínum í NY Knicks, og hafa því tapað 13 fyrstu leikjunum í vetur. Þeir eru því komnir hættulega nálægt NBA metinu sem eru 17 leikir án sigurs, en það eiga LA Clippers og Miami Heat. Þeir leggja nú í gríðarlega erfitt ferðalag á Vesturströndina þannig að ekki er útlit fyrir að staða þeirra fari að skána á næstunni.

 
 
Cleveland rétti enn úr kútnum með sigri á Philadelphia og New Orleans, án Chris Paul sem er meiddur, bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta Hawks.
Hér eru úrslit næturinnar:
 
New York 98 New Jersey 91
Philadelphia 91 Cleveland 97
Atlanta 88 New Orleans 96
Milwaukee 103 Memphis 98
Washington 84 San Antonio 106
Sacramento 106 Houston 113
Detroit 97 Utah 100
Chicago 93 Denver 112
Minnesota 78 Portland 106

Mynd: Brook Lopez og félagar í Nets töpuðu enn einum leiknum í nótt.