New Jersey Nets hlutu í nótt þann vafasama heiður að hafa verstu byrjun á NBA tímabili í sögunni þegar þeir töpuðu fyrir meisturum LA Lakers. Þetta var 17 tap þeirra í jafn mörgum leikjum og með því jöfnuðu þeir met Miami Heat frá 1988 og LA Clippers frá 1999.

 
 
Á meðan unnu flest stórliðin í deildinni ágæta sigra. Boston vann Miami, Orlando vann NY Knicks, Phoenix vann Toronto og San Antonio vann Philadelphia.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Detroit 94 Atlanta 88
Toronto 94 Phoenix 113
LA Clippers 98 Memphis 88
New York 102 Orlando 114
Miami 85 Boston 92
San Antonio 97 Philadelphia 89
Oklahoma City 91 Houston 100
Denver 100 Minnesota 106
Sacramento 112 New Orleans 96
LA Lakers 106 New Jersey 87