Logi Gunnarsson Njarðvíkingur er að komast á fulla ferð í Frakklandi eftir að hafa byrjað tímabilið á meiðslum. Ekki gekk snuðrulaust fyrir liðið að komast af stað heldur því hneykslis mál frá síðasta tímabili varð þess valdandi að liðið var dæmt niður um eina deild. 
 Sem fyrr segir er Logi að koma tilbaka eftir meiðsli og hefur verið að spila þetta 15 til 18 mínútur í leik. Við tókum smá spjall á Loga og fengum að heyra það nýjasta af kappanum. 
 
"Það er bara búið að ganga þokkalega hjá okkur en við höfum verið svolítið lengi í gang enda fengum við ekkert undirbúningstímabil og byrjuðum í raun að æfa þegar 3 umferðir voru búnar af tímabilinu vegna óvissu um í hvaða deild við yrðum settir. Ég spilaði síðan ekki fyrstu 4.vikurnar vegna nárameiðsla en er allur að koma til og er að komast meira inní þetta og spilatíminn hefur aukist í síðustu leikjum."
 
Sendir niður um deild
"Þetta var allt frekar furðulegt og hef ég aldrei kynnst þessu fyrr né heyrt um eitthvað þessu líkt. Við loksins fengum leyfi frá franska sambandinu að byrja tímabilið en ekki í sömu deild og liðið var í fyrra. Saint Etienne var gott lið í ProB deildinni og voru þar í úrslitakeppni. Þeir voru samt sendir niður um deild vegna brota eigandans gagnvart franska sambandinu.
Svo ætluðum við að byrja að spila og komum beint inní þriðju umferðina en þá urðu hin liðin svo svekkt að lið sem hafði verið í deildinni fyrir ofan væri allt í einu komið niður í þeirra deild þannig að það fóru allir í verkfall á móti okkur. En sem betur fer stóð þetta ekki yfir of lengi og liðin komust að einhverskonar samkomulagi og við gátum byrjað að spila. Við vorum frekar langt á eftir hinum liðunum varðandi leikform og byrjuðum illa enda hin liðin búin að æfa síðan í júlí. Við erum að smella saman núna og erum búnnir að vera spila bara ágætlega. Við eigum ennþá eftir að vinna upp þessa leiki sem við misstum af og erum þannig frekar neðarlega í deildinni eins og er en eigum nóg af leikjum í desember."
 
Logi eignaðist sitt annað barn núna í október, dreng sem hefur verið skýrður Logi Örn. 
"Ég var búin að vera hérna einn um sinn, en fjölskyldan er loksins komin út til mín. Það var frekar erfitt að vera ekki heima þegar sonur minn Logi Örn fæddist núna í október en ég fékk þó að fara heim í 3 daga."
 
Þökkum Loga fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í komandi leikjum. 
 
Hægt er að fylgjast með leikjum Loga á heimasíðu Franska Körfuknattleikssamandsins. 
 
http://www.basketfrance.com/_nm1