Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í TCU háskólaliðinu í Bandaríkjunum léku sýningarleik í gær gegn Cameron skólanum þar sem TCU fór með stórsigur af hólmi 104-47.
Helena var í byrjunarliðinu og gerði 11 stig í leiknum en alls sjö leikmenn í liði TCU gerðu 10 stig eða meira gegn Cameron. Helena lék í alls 23 mínútur og var aukareitis með 4 stoðsendingar, 2 varin skot, 2 stolna bolta og 2 fráköst.
 
Næst hefst alvaran hjá TCU þegar liðið mætir Houston Baptist skólanum þann 15. nóvember næstkomandi.