Fjöldi leikja fer fram í íslenska körfuboltanum í kvöld og hæst ber að sjöundu umferð í Iceland Express deild karla lýkur með þremur leikjum. Allir hefjast þeir kl. 19:15 og verða vitaskuld í beinni tölfræðilýsingu á www.kki.is  
Topplið Njarðvíkur tekur á móti Breiðablik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en Njarðvíkingar eru eina ósigraða lið deildarinnar og eru fyrsta liðið í rúma tvo áratugi til að komast í þessa stöðu án erlends leikmanns. Sjá grein fréttablaðsins um málið.
Blikar sitja í 10. sæti deildarinnar með einn sigur í sex leikjum og tefla fram nýjum leikmanni í kvöld, ef allt gengur eftir, en hann heitir Jonathan Schmidt.
 
ÍR tekur svo á móti Snæfell í Íþróttahúsi Kennaraháskólans en ÍR-ingar eru í 8. sæti deildarinnar með tvo sigurleiki á meðan Hólmarar hafa 8 stig í 5. sæti deildarinnar.
 
Botnslagur kvöldsins er viðureign FSu og Fjölnis sem fram fer í Iðu á Selfossi en bæði lið eru án stiga í deildinni og mun annað hvort þeirra næla sér í sín fyrstu stig í kvöld.
 
Heil umferð fer svo fram í 1. deild karla í kvöld þar sem leikir og leiktímar eru eftirfarandi:
 
19:15 Skallagrímur-Þór Akureyri
19:15 Haukar-Þór Þorlákshöfn
19: 15 KFÍ – Höttur
19:15 UMFH-Ármann
20:00 Valur-ÍA
 
Þá er einnig leikið í 2. deild karla en nánara leikjayfirlit fyrir kvöldið má nálgast hér.