KKÍ, Icleland Express og SportTV skrifuðu í vikunni undir samning þess efnis að SportTV mun sýna frá leikjum í Iceland Express deildum karla og kvenna á netsíðu sinni www.sporttv.is Stefnt er að því að SportTV sýni allt að 30 leiki í vetur samanlagt í báðum deildum og að sýnt verði frá sem flestum íþróttahúsum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ – www.kki.is 
Einnig var samið við SportTV um að sýna leiki frá Subwaybikarnum og verður fyrsta útsending SportTV frá Subwaybikarnum nú í kvöld þegar Njarðvík og KR mætast í Njarðvík. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í sömu keppni sem fram fer á sunnudag verður einnig í beinni.
 
Það má vel vera að fleiri netmiðlar bætist í hópinn síðar og sýni einnnig frá körfuboltaviðburðum/leikjum. Þetta er mjög góð viðbót við körfuboltaumfjöllunina og er það von KKÍ að áhugamenn um körfubolta taki þessu fagnandi.