Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í dag og verður Suðurnesjaslagur í Röstinni í Grindavík þar sem gular taka á móti Kefalvík kl. 16:00.
Grindavík og Keflavík eru bæði á mikilli siglingu þessa dagana. Grindavík hefur unnið 3 leiki í röð en Keflavík hefur unnið 4 leiki í röð.
 
Þá mætast Valur og Hamar í Vodafonehöllinni kl. 18:00.
 
Leikir dagsins:
 
Iceland Express deild kvenna
 
16:00 Grindavík – Keflavík
18:00 Valur – Hamar
 
2. deild karla
 
13:00 Kkf. Thorir – Mostri
13:00 Hekla – ÍBV
16:30 HK – Álftanes
 
1. deild kvenna
 
17:00 Fjölnir – Skallagrímur