Meistaraflokkarnir eru almennt í fríi þessa helgina en það eru tveir leikir á dagskránni í kvöld. Kl. 19.15 tekur topplið KR á móti Val í Iceland Express-deild kvenna en leikið er í DHL-höllinni.
 
Lokaleikur 5. umferðar 1. deildar karla hefst kl. 19.15 á Ísafirði þegar heimamenn í KFÍ fá Skallagrím í heimsókn.
Einnig eru fjölmargir leikir í yngri flokkunum og er hægt að sjá þá hér.
 
Mynd: Hildur Sigurðardóttir fer fyrir liði KR sem getur tryggt sig rækilega á toppnum í úrvalsdeild kvenna – karfan.is