Meistarar LA Lakers unnu sannfærandi sigur á liði NY Knicks í nótt, en Lakers komust með því á topp Vesturdeildarinnar við hlið Phoenix Suns. Knicks eru hins vegar við botn Austurdeildarinnar þar sem eina liðið sem er með verra vinningshlutfall eru nágrannar þeirra í NJ Nets sem töpuðu enn einum leiknum í nótt og hafa því tapað fyrstu 14 leikjum tímabilsins.
Úrslit næturinnar:
 
Washington 108 Philadelphia 107
Toronto 123 Indiana 112
Dallas 103 Golden State 111
Denver 101 New Jersey 87
Utah 94 Oklahoma City 104
LA Lakers 100 New York 90