Boston Celtic sluppu með skrekkinn í gær þegar Kevin Garnett tryggði þeim sigur á NY Knicks með flautukörfu undir lok framlengingar, en annars hefði leikurinn farið í aðra framlengingu. Boston höfðu tapað þremur af fjórum leikjum fyrir þennan og þurftu á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni í Austurdeildinni. Sjá sigurkörfuna
 
 
Á meðan unnu LA Lakers léttan sigur á Oklahoma Thunder þar sem Kobe Bryant átti eftirminnileg tilþrif sem má sjá hér.
 
Þá unnu Orlando sigur á Toronto, Miami vann vængbrotið lið New Orleans naumlega, Charlotte Bobcats vann Indiana og Phoenix Suns héldu toppsætinu í Vesturdeildinni með sigri á Detroit Pistons.
 
Úrslit næturinnar:
 
Toronto 96 Orlando 104
New York 105 Boston 107
Charlotte 104 Indiana 88
Miami 102 New Orleans 101
Phoenix 117 Detroit 91
LA Lakers 101 Oklahoma City 85