Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Skallagrímur getur með sigri jafnað Hauka og KFÍ á toppi deildarinnar en bæði Haukar og KFÍ hafa tapað einum leik á tímabilinu eins og Skallagrímur en Borgnesingar eiga leik til góða.
Skallagrímsmenn heimsækja Hött á Egilsstaði og hefst leikurinn kl. 18:00. Höttur er í 7. sæti deildarinnar með 3 sigra og 5 tapleiki en Borgnesingar hafa unnið 5 leiki og tapað einum. Borgnesingar eru reyndar á miklu skriði en þeir hafa unnið fimm deildarleiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferð.
 
Þá mætast einnig Þór Akureyri og Hrunamenn á Akureyri og hefst leikurinn kl. 19:15.
 
 
Einnig eru þrír leikir í bikarkeppni yngri flokka. Snæfell tekur á móti Keflavík í 10. flokki karla í Stykkishólmi kl. 19:45 og svo eru tveir bikarleikir í drengjaflokki. Valur tekur á móti Stjörnunni kl. 20:30 og kl. 20:45 mætast Haukar og FSu.