Það var hörkuleikur sem Skagamenn og KFÍ buðu upp á í kvöld á Skipaskaga. Fyrir leikinn var búist við nokkuð auðveldum sigri Ísfirðinga en það var nú öðru nær og þeir þurftu að hafa fyrir þessum sigri. Jafnræði var með liðunum í byrjun en í stöðunni 8-7 fyrir Skagann gáfu gestirnir í og voru komnir í 9-23 á stuttum tíma og svo endaði fyrsti leikhluti 15-28.
Heimmenn spiluðu mjög vel í örðum leikhluta og barátta þeirra var til fyrirmyndar en Ísfirðingar voru þó alltaf með frumkvæðið. Skagadrengir unnu leikhlutann 22-18 og staðan þegar liðin gengu til hálfleiks var 37-46. Í hálfleik var Hörður Nikulásson komin með 9 stig hjá heimmönnum en hjá gestunum var Craig Schoen með 15 stig.
 
Baráttan hélt áfram í þriðja leikhluta og náði ÍA-liðið að minka muninn þrisvar niðrí fimm stig en sterkir Ísfirðingar neituðu að hleypa þeim nær og eftir þriðja leikhluta var staðan 58-66.
 
Gestirnir reyndustu sterkari í fjórða og seinasta leikhlutanum og voru yfir í tölum eins 60-73 og 68-82. Leiknum lauk svo með 73-83 sigri KFÍ og fara á toppinn með þessum sigri. Skagamenn eru hinsvegar áfram í næst neðsta sæti en geta tekið margt með sér úr þessum leik því liðið var að spila vel á löngum köflum, svo eiga þeir Halldór Gunnar inni sem tók út leikbann í kvöld.
 
Hörður Nikulásson átti góðan leik og var með 27 stig og 5 fráköst, Birkir Guðjónsson átti fínan leik og var með 12 stig og Dagur Þórisson var drjúgur með með 11 stig og 8 fráköst.
 
Hjá Gestunum var Craig Schoen bestur með 25 stig og 7 stoðsendingar og næstu honum var Pance með 19 stig.
 
Umfjöllun: Kolbrún Íris