Keflavíkurstúlkur máttu hafa sig allar fram við að landa sigri hjá grönnum sínum úr Njarðvík í kvöld. 66:80 sigur gestanna segir lítið um gang leiksins þar sem að heimastúlkur í Njarðvík seldu sig dýrt og spiluðu ágætis bolta á tímum. En segja má að reynsla Keflavíkur hafi skilað í hús þeirra fyrstu stigum í deildinni.
 Leikurinn hófst með miklum látum og liðin skiptust á að skora.  Ekki er hægt að segja að mikin getumun var að sjá á þessum liðum til að byrja með. Njarðvíkurstúlkur sýndu gríðarlega mikla baráttu og var svæðisvörn þeirra að flækjast fyrir gestaliðinu. Einnig voru fráköstin svo sannarlega Njarðvíkurmegin en Helga Jónasdóttir hrifsaði til sín 12 sóknarfráköst (19 í heild) á meðan Keflavíkurliði í heild sinni tók 15 sóknarfráköst. 
 
Þetta leiddi til þess að Njarðvíkurstúlkur fengu hvað eftir annað tvö tækifæri á skoti að körfu Keflavíkur en voru ekki að nýta það nægilega vel.  Aðeins 1 stig skildi liðin í hálfleik og voru það Njarðvíkurstúlkur sem mættu grimmari til seinni hálfleiks.  Þær náðu frumkvæðinu í leiknum en þó aldrei þannig að þær væru að stinga gesti sína af. 
 
Seint í fjórða leikhluta var eins og bensínið hafi orðið að þrotum hjá heimastúlkum. Þolið og skynsemin virtist að þrotum og reynslu mikið lið Keflavíkur nýtti sér það til fulls.  Svo fór að Keflavík kláraði leikinn með því að skora 14 stig gegn aðeins 7 stigum heimastúlkna á síðustu 3 mínútum leiksins og þar með var sigurinn í höfn. 
 
Viðtöl má sjá á Karfan TV