Kareem Abdul-Jabbar, stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og einn sigursælasti og besti miðherji í sögu deildarinnar, tilkynnti í gær að hafnn hafi greinst með sjaldgæft afbrigði af hvítblæði.

 
 
Hann segir batavonir sínar góðar og að hann sé í lyfjameðferð vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir að vera lítið fyrir að viðra einkamál sín við almenning hafi hann litið á það sem skyldu sína að vekja athygli á þessum sjúkdómi og vinna að forvörnum.
Abdul-Jabbar, sem er 62ja ára, þarf ekki að draga úr störfum sínum sem þjálfari hjá LA Lakers og ætti að geta lifað lengi með sjúkdómnum ef hann heldur sig við meðferðina sem læknar hafa lagt fyrir hann.