Grindavík stöðvaði í dag fjögurra leikja sigurgöngu Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna er liðin mættust í Röstinni í Grindavík. Lokatölur leiksins voru 67-63 Grindavík í vil þar sem Jovana Lilja Stefánsdóttir fór á kostum í Grindavíkurliðinu.
Jovana gerði 28 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst. Kristi Smith var stigahæst hjá Keflavík með 23 stig og 7 fráköst. Með sigrinum hefur Grindavík unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á mikilli siglingu. Grindavík hefur nú 12 stig í deildinni og er í 2. sæti en verða í 3. sæti ef Hamar vinnur Val í Vodafonehöllinni en leikur þeirra hófst kl. 18:00.