Það var Jóhann Árni Ólafsson sem kláraði KR liðið í kvöld með 14 stigum í fjórða leikhluta leiksins og var svo sannarlega maðurinn á bakvið sigur sinna manna. Þrátt fyrir þetta var Jóhann hógvær í leikslok og þakkaði varnarvinnu liðs síns fyrir sigurinn. Guðmundur Jónsson átti einnig skínandi leik fyrir heimamenn en hjá gestunum var Semaj Inge þeirra besti maður. Viðtöl, myndir og frekari umfjöllun kemur inn á morgun. 
Mynd: SBS