Leikið var í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og unnu Solnamenn sigur en Sundsvall tapaði. Solna er því í efsta sæti ásamt Norrköping. Solna sigraði botnlið 08 Stockholm á útivelli 91-73 og Sundsvall tapaði á heimavelli í toppslagnum við Norrköping 74-77.
 
Helgi Már Magnússon skoraði 10 stig fyrir Solna á 25 mínútum. Hann hitti úr 4 af 8 skotum sínum og tók 5 fráköst.
 
Í Sundsvall voru gestirnir sterkari en Jakob Örn Sigurðarson hélt lífi í leiknum með góðum leik þar sem hann skoraði hverja körfuna á fætur annarri, langir þristar, vítaskot og fallegar körfur undir körfunni eins og segir á st.nu. Jakob var stigahæstur með 24 stig, hitti úr 8 af 13 skotum.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: nonni@karfan.is