Íslendingaliðin í sænska boltanum halda áfram að berjast á toppnum. Í kvöld unnu þau bæði góða sigra, Sundsvall lagði 08 Stockholm 77-68 og Solna lagði eco Örebro á útivelli 72-79.
 
 
 
Jakob átti ágætan leik fyrir Sundsvall, skoraði 11 stig en hitti illa, sérstaklega innan við þriggja stiga línuna þar sem hann var með 0 ofan í af 6 en hann tók þó 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Solna er nú eitt á toppnum með 22 stig en hefur leikið 1 leik meira en Plannja, Norrköping og Solna sem öll eru með 20 stig.
 
Eins og fyrr segir vann Solna góðan útisigur í Örebro. Helgi skoraði 4 stig, tók 9 fráköst og stal 5 boltum.
 
Gríðarleg spenna er á toppi sænsku deildarinnar, fjögur lið með 2 töp.
 
runar@karfan.is
 
Mynd: www.kr.is/karfa