Orlando Magic eru efstir í Austurdeild NBA eftir að hafa lagt Atlanta Hawks í toppslag í nótt, 76-93. Magic byrjuðu ekki vel, en tóku góða rispu í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir unnu upp 14 stiga forskot Hawks, og litu ekki aftur eftir það.
 
Þeir juku forskotið jafnt og þétt, en það var ekki síst sterkri frammistöðu Dwight Howards að þakka, en þessi öflugi miðherji var með 22 stig, 17 fráköst og 4 varin skot í leiknum.
 
Hjá Atlanta var Joe Johnson atkvæðamestur með 22 stig.
 
Á meðan lögðu Utah Jazz Chicago Bulls að velli, 105-86, en Bulls hefur ekki gengið vel í vetur þrátt fyrir að miklar vonir hefi verið bundnar við að liðið færi loks að snúa við blaðinu eftir mörg mögur ár.
 
Carlos Boozer og Deron Williams foru fyrir Jazz sem oft áður, en Luol Deng var stigahæstur Bulls með 26 stig.