Sextánda umferð sænsku úrvalsdeildarinnar hófst um síðustu helgi og henni lauk í gærkvöld þar sem Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons máttu þola ósigur. Í fyrsta leik umferðarinnar voru Helgi Magnússon og félagar í Solna Vikings á góðu róli er þeir lögðu Jamtland 72-62.
Helgi gerði 5 stig á þeim 27 mínútum sem hann lék í leiknum en Jakob Örn var með 17 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst en hann lék nánast allan leikinn eða 36 mínútur.
 
Solna eru á toppi deildarinnar með 13 sigra og 2 tapleiki en Sundsvall eru í 4. sæti með 11 sigra og 4 tapleiki.
 
Ljósmynd/ www.magnusneck.se – Helgi Magnússon á ferðinni með Solna.